Fullnæging er ekki endilega alltaf eins, ekki jafnsterk eða mikil og getur til að mynda farið eftir líðan okkar hverju sinni. Fullnæging getur orðið við sjálfsfróun, við samfarir eða að parið fróar hvort öðru.
Hjá strákum verður fullnæging í tveimur þrepum. Fyrst þrýstast sáðfrumur og sáðvökvi inn í þvagrásina. Síðan þrýstist sæðið út úr þvagrásinni og við það verður sáðlát og fullnæging.
Stelpur fá fullnægingu við örvun sníps eða við örvun í leggöngum eða við hvort tveggja. Snípurinn er sérstaklega næmt svæði enda eru í honum margir taugaendar. Margar stelpur fá ekki fullnægingu við samfarir fyrr en nokkrum árum eftir að þær byrja að stunda þær og sumar ná aldrei að fá leggangafullnægingu eingöngu. Í kjölfar fullnægingar verður slökun.