Kynlíf
Klám og ofbeldi
Kynlíf sem þröngvað er upp á einhvern eða hann er neyddur til að stunda er ein tegund ofbeldis og á aldrei rétt á sér. Það er kallað nauðgun þegar einstaklingi er þröngvað til samfara gegn vilja hans. Slíkt athæfi er ólöglegt. Sama má segja um aðra kynferðislega misnotkun, svo sem á börnum.

Klám á ekkert skylt við ást og kynlíf. Klám eins og það birtist í klámblöðum og klámmyndum er söluvara sem dregur upp falska mynd af kynlífi.