Kynlíf
Kynhneigð
Kynhvötin veldur því m.a. að við verðum hrifin af öðrum eða skotin í einhverjum. Flestir verða hrifnir af einstaklingi af gagnstæðu kyni og eru þá gagnkynhneigðir. Sumir eru samkynhneigðir og eru þá hrifnir af fólki af sama kyni.

Samkynhneigðar stelpur eru kallaðar lesbíur og samkynhneigðir strákar hommar. Þeir sem laðast að báðum kynjum eru tvíkynhneigðir. Kynhneigð skýrist oft á kynþroskaaldri en einnig síðar á ævinni.

Aðalatriðið er að hver og einn fái að vera hann sjálfur og njóti virðingar hvernig svo sem kynhneigð hans er.

Samtökin 78 eru samtök homma og lesbía á Íslandi. Þau hafa unnið ötullega að réttindamálum samkynhneigðra og unnið gegn fordómum í garð þeirra.