Samkynhneigðar stelpur eru kallaðar lesbíur og samkynhneigðir strákar hommar. Þeir sem laðast að báðum kynjum eru tvíkynhneigðir. Kynhneigð skýrist oft á kynþroskaaldri en einnig síðar á ævinni.
Aðalatriðið er að hver og einn fái að vera hann sjálfur og njóti virðingar hvernig svo sem kynhneigð hans er.
Samtökin 78 eru samtök homma og lesbía á Íslandi. Þau hafa unnið ötullega að réttindamálum samkynhneigðra og unnið gegn fordómum í garð þeirra.