Undafífill
Hieracium sp.
Lýsing
Undafíflar eru fjölærar plöntur með blaðlausum eða blöðóttum stöngli. Blöðin eru flest stofnstæð, stilkuð og margvísleg að lögun. Stöngull er jafnan með eitt eða fleiri blöð.Blóm sitja í einni eða fleiri körfum. Þau eru öll tungukrýnd. Blómstæðið er flatt eða kollótt. Aldinið er smástrent og efst á því er legglaus svifkrans. Blómin á stundum rauðleit.
Greiningarlykill
Blómskipan

Karfa/kollur
Blómkróna

Annað
Blómlitur

Gulur
Blaðskipan

Stofnhvirfing
Blaðlögun

Venjuleg heil
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt