Túnsúra

Rumex acetosa

Lýsing

Blöðin eru örlaga, stakstæð og um þrisvar sinnum lengri en þau eru breið. Stöngullinn er uppréttur eða uppsveigður neðst, gáróttur og lítt eða ekkert greindur.

Blóm eru í samsettum klösum. Blómhlífarblöð eru sex. Sérstakar karl- og kvenplöntur; karlplantan er minni en kvenplantan. Allbreytileg tegund.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt