Vallhumall

Achillea millefolium

Lýsing

Blöðin eru stakstæð og tvífjaðurskipt með fjölmarga broddydda smábleðla; af því er dregið viðurnafn tegundarheitis, millefolium, sem merkir þúsundblöðóttur. Fjölær jurt og vaxa stönglar upp af skriðulum jarðstöngli.

Blóm sitja saman í litlum körfum. Körfurnar sitja þétt saman og líkjast kolli. Athyglisvert er, að geislablómin eru fá, oft aðeins fimm, venjulega hvít en á stundum fagurrauð. Mörgum hættir því við að halda, að blómin séu stök.

Nytjar

Vallhumall er ein besta lækningajurtin. Hún er jöfnum höndum notuð í te, seyði og smyrsl. Við tegerð eru aðrar plöntur oft hafðar með t.d. ljónslöpp og blóðberg. Seyðið linaði kvef og gigt og trú manna var að það eyddi hrukkum. Smyrsl úr blöðunum mýkir en er einnig mjög græðandi.

Greiningarlykill


Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
6 eða fleiri
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt