Þrenningarfjóla
Viola tricolor
Lýsing
Blöð eru gróftennt, hin neðstu sporbaugótt, en hin efri lensulaga til öfugegglaga. Axlablöðin eru stór og fjaðurskipt. Stöngullinn er oftast marggreindur neðst, jarðlægur eða uppréttur.Blómin eru breytileg að lit en venjuleg litasamsetning er fjólublátt, gult og hvítt eins og viðurnafnið tricolor (þrír litir) segir til um. Þau eru óregluleg (einsamhverf).
Nytjar
Sé hnefafylli af ferskum blöðum soðin í mjólk og tekið inn kvölds og morgna er talið að það eyði hrúðarkvilla í húð.Greiningarlykill
Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Blár
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt