Bláberjalyng

Vaccinium uliginosum

Lýsing

Blöð eru jafnan blágrá eða dökkgræn á efra borði en blá- eða hvítgræn á neðra borði, skinnkennd og með þétt æðanet.

Blóm, svokallaðir sætukoppar, eru hvít á lit en oft svolítið rauðleit, bjöllulaga. Þau sitja nokkur saman efst á árssprota frá fyrra ári. Berin eru dökkblá en grænleit að innan með litlausan safa.

Nytjar

Ber, blöð og rót voru talin kælandi og barkandi. Þau voru notuð við niðurgangi, köldu og skyrbjúgi og dufti af rótinni þótti gott að strá í holdfúa sár.

Algengt er að búa til saft og mauk úr berjunum.

Nýsoðin ber gefa dökkrauðan lit en með blöðum má lita gult.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Annað
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt