Burnirót

Rhodiola rosea

Lýsing

Blöð eru legglaus, blágræn, oft rauðleit í oddinn, tungulaga, 1–4 cm á lengd. Þau eru þykk, ydd og lítið eitt tennt, gulna oft til enda. Stönglar eru oftast þéttblöðóttir nema neðst.

Blóm eru í þéttum skúfum, einkynja, þ.e. karl- og kvenblóm sitt á hvorum einstaklingi. Stöku sinnum þroskast báðar kynhirslur, svo að blómið verður tvíkynja. .

Nytjar

Burnirót er gamalþekkt lækningaplanta. Jarðstöngullinn var ýmist notaður heill eða saxaður í duft eða þá soðið var af honum seyði eða smyrsl. Smyrslin voru græðandi en seyðið haft við innvortis meinum. Jurtin þótti góð við hárlosi. Oft kölluð svæfla sem bendir til að hún hafi verið notuð við svefnleysi.

Greiningarlykill


Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt