Engjavöndur
Gentianella detonsa
Lýsing
Stöngulblöð eru fá (1–3 pör) og aflöng en stofnblöð spaðalaga og niðurmjó. Stöngullinn er uppéttur og stinnur, lítt eða ekkert greindur, en neðst á honum eru á stundum uppsveigðar greinar sem eru jafnháar og jafngildar aðalstöngli.Blómin eru stór, allt að 1,5 cm að þvermáli og 4,5 cm á lengd, með 4 krónublöð, sjaldan 5. Vex aðallega í valllendi nærri sjó.
Greiningarlykill
Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Blár
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt