Gulmaðra
Galium verum
Lýsing
Blöð mjóstriklaga, 6–12 í kransi, niðurbeygð á röndum, ydd og með broddi. Stöngull grófur, uppréttur, dúnhærður, sem greinist efst og er með fjórum listum. Skriðull jarðstöngull, rauður á lit.Blóm í þéttum og blómmörgum skúfum, 2–4 mm að þvermáli; bikarblöð smávaxin. Ilmar mjög af kúmeni.
Nytjar
Te af blómunum gulmöðru þótti gott svitadrífandi meðal væri það drukkið heitt að kveldi. Duft af rót hennar og blöðum stemmir blóð úr sárum.Rótina má nota til litunar, sjá krossmöðru.
Greiningarlykill
Blómskipan

Annað
Blómkróna

4 krónublöð
Blómlitur

Gulur
Blaðskipan

Kransstæð
Blaðlögun

Mjó blöð
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt