Haugarfi

Stellaria media

Lýsing

Blöðin eru hárlaus en blaðstilkur og stönglar eru með einni hárrák. Einær, safamikil og ljósgræn jurt með marggreindum stöngli, sem er ýmist jarðlægur eða uppsveigður.

Blómin eru á löngum legg. Krónublöðin eru helmingi styttri en bikarblöðin; þau eru svo djúpt klofin að þau sýnast vera 10 að tölu.

Nytjar

Sagt er að haugarfi vaxi alls staðar þar sem hvíti maðurinn hefur stigið fæti.

Plantan þótti kælandi, mýkjandi og græðandi. Seyði af ferskum arfa var talið mýkja hægðir, eyða iðrabólgum , græða sár í lungum og örva matarlyst.

Lita má dökkblátt eða fjólublátt með haugarfa.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt