Helluhnoðri
Sedum acre
Lýsing
Blöð eru safamikil, egglaga og snubbótt. Þau sitja mjög þétt á ljósgrænum eða brúngulum, skriðulum stönglum.Blómin eru í þéttum skúfum og fagurgul krónublöðin breiðast út í stjörnu, helmingi lengri en bikarblöðin. Blóm jafnan meira en 1 cm að þvermáli (sjá skriðuhnoðra). .
Greiningarlykill
Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Annað
Blaðstrengir
Bogstrengjótt