Hófsóley

Caltha palustris

Lýsing

Blöðin eru stór, gulgræn, nýrna- eða hjartalaga. Hárlaus. Fjölær planta með safaríka stöngla.

Blómhlíf er einföld og blómhlífablöðin eru stór og skínandi gul. Sykrukirtlar hvor sínum megin við frævuna.

Nytjar

Sögð hreinsa og græða sár.

Blómhnapparnir þykja góðir til átu og einnig gefa þeir gulan lit séu þeir soðnir í vatni með álúni

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Handstrengjótt