Jakobsfífill
Erigeron boreale
Lýsing
Blöð og stöngull eru alsett gráum, stinnum hárum. Stöngulblöð eru stilklaus en stofnblöðin venjulega vængstilkuð. Stöngull er stífur, gáróttur og oftast mórauður á lit. Eitt, en á stundum tvö eða þrjú, blóm efst á stöngli. Geislablóm (tungukrónur) rauðblá eða hvít, en fyrir innan þau og á milli hvirfilblóma, mynda pípukrýnd kvenblóm hring. Hvirfilblómin eru gul en roðna með aldrinum. Reifablöðin eru aðfelld, blárauðleit eða græn.Nytjar
Seyði af blöðum og blómum jakobsfífils var talið gott við gulu og liðverkjum og til að örva tíðablóð og stilla uppsölu. Bakstur af blöðum og mjólk dreifir bólgu, einkum í brjóstum, samkvæmt gömlum heimildum.Greiningarlykill
Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt