Baldursbrá
Matricaria maritima
Lýsing
Blöð eru tvífjaðurskipt. Smábleðlar blaða eru striklaga og örmjóir.Blómin eru tvenns konar og sitja saman í körfu. Margir halda að karfan sé aðeins eitt blóm. Það er hún svo sannarlega ekki, heldur mörg blóm. Í miðju eru gul hvirfilblóm, svonefndar pípukrónur, en við jaðarinn eru hvít geislablóm, svokallaðar tungukrónur. Körfurnar eru stórar, 3 til 5 cm að þvermáli, og sitja oft margar saman í hálfsveip.
Nytjar
Baldursbrá er þekkt lækningaplanta. Hún var einkum notuð við kvensjúkdómum. Við tannpínu var lögð marin baldursbrá á eyrað þeim megin sem verkurinn var.Að auki þótti te af blöðum og blómum svitadrífandi , ormdrepandi og hjartastyrkjandi.
Greiningarlykill
Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
Annað
Blómlitur
Marglitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt