Blálilja

Mertensia maritima

Lýsing

Blöð og stönglar eru bládöggvuð eins og algengt er meðal plantna sem vaxa við háan saltstyrk við strendur. Þau eru þykk og vörtótt en breytileg að lögun.

Blóm eru í klösum. Krónan er í fyrstu ljósrauðleit með bláum æðum en verður síðan blá.

Nytjar

Plantan var talin styrkjandi og nærandi og því ráð við hjartveiki og brjóstveiki. Séu ræturnar stappaðar og soðnar í mjólk þykja þær holl og góð fæða.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Blár
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt