Lokasjóður
Rhinanthus minor
Lýsing
Blöð eru lensulaga, gagnstæð, stilklaus og gróftennt. Plantan er oft með móleitum blæ.Blóm sitja í blaðöxlum, óregluleg (einsamhverf), í klasa á stöngul- eða greinaendum. Aldinin (peningarnir) eru kringlótt og gljáandi.
Nefnist líka peningagras því aldinin eru lík peningum.
Nytjar
Plantan er talin mýkjandi og því notuð við hósta, lifrarbólgu og niðurgangi.Greiningarlykill
Blómskipan

Annað
Blómkróna

Annað
Blómlitur

Gulur
Blaðskipan

Gagnstæð
Blaðlögun

Venjuleg heil
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt