Mýrasóley
Parnassia palustris
Lýsing
Blöð í stofnhvirfingu, hjarta- eða egglaga, oft með lítinn brodd, stilklöng. Plantan er öll hárlaus.Blóm er toppstætt á strendum stöngli sem er með eitt blað hjartalaga og greipfætt (stilklaust) rétt neðan miðju.
Nytjar
Mýrasóley er sögð skaðleg augum en te af henni þótti gott við lifrar- og miltisbólgu, kvefi og brjóstþyngslum. .Greiningarlykill
Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt