Skriðsóley
Ranunculus repens
Lýsing
Blöð eru bæði frá stofni og stöngli. Þau eru stilklöng, nema efstu stöngulblöð. Blaðka er þrífingruð. Smáblöðin eru jafnan legglöng. Miðflipi á endasmáblaði er með stilk. Stöngull er jarðlægur og skýtur rótum (repens þýðir skríðandi).Blóm eru 1,5–2,5 cm að þvermáli. Blómkrónan er yfirleitt heldur smærri en á brennisóley.
Greiningarlykill
Blómskipan

Einstakt blóm
Blómkróna

5 krónublöð
Blómlitur

Gulur
Blaðskipan

Stakstæð
Blaðlögun

Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir

Handstrengjótt