Sýkigras
Tofieldia pusilla
Lýsing
Blöð eru stofnstæð, sígræn, sverðlaga, tvíhliðstæð og virðast standa í röð hvert út frá öðru. Stöngullinn er ógreindur með einu blaði neðarlega.Blóm eru gulhvít í stuttum klasa sem líkist kolli. Blómhlífarblöð eru sex að tölu.
Nytjar
Nöfnin sýki- og sýkingargras eru komin af því að álitið var að plantan væri óholl búfénaði.Greiningarlykill
Blómskipan

Klasi/ax
Blómkróna

3 eða færri
Blómlitur

Hvítur
Blaðskipan

Stofnhvirfing
Blaðlögun

Mjó blöð
Blaðstrengir

Beinstrengjótt