Túnsúra
Rumex acetosa
Lýsing
Blöðin eru örlaga, stakstæð og um þrisvar sinnum lengri en þau eru breið. Stöngullinn er uppréttur eða uppsveigður neðst, gáróttur og lítt eða ekkert greindur.Blóm eru í samsettum klösum. Blómhlífarblöð eru sex. Sérstakar karl- og kvenplöntur; karlplantan er minni en kvenplantan. Allbreytileg tegund.
Greiningarlykill
Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt