Maríustakkur

Alchemilla vulgaris

Lýsing

Blöðin eru allstór, handstrengjótt, kringlótt eða nýrnalaga með tenntum sepum. Stofnblöð eru stilklöng en stöngulblöð nærri stilklaus.

Blómin eru krónulaus en með fjórum bikarblöðum og fjórum utanbikarblöðum. Blómskipun er gisinn skúfur með þéttstæðum blómum. Innan þessarar tegundar má sundurgreina allmargar undirtegundir, enda myndar hún fræ án undangenginnar frjóvgunar (geldæxlun).

Nytjar

Vatn sem gufar út úr plöntunni safnast á blöðunum því að þau eru vaxkennd og myndar það stóra dropa. Gullgerðarmenn fyrri alda reyndu að vinna gull úr dropunum. Gott þykir að þvo augun úr þeim.

Plantan var mikið notuð til litunar.

Sofi maður á maríustakki óttar hann hvorki í svefni né dreymir illa.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Annað
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Sepótt/Flipótt blöð
Blaðstrengir
Handstrengjótt