Geldingahnappur

Armeria vulgaris

Lýsing

Blöð þéttstæð, striklaga, og minna á grasblöð. Þau eru þó miklu þéttari í sér, randhærð og strend. Plantan myndar jafnan litlar þúfur, sem vaxa upp af þéttum og gildum jarðstöngli.

Blóm eru efst á hærðum og sívölum blómskipunarlegg í kolli, sem líkist körfu við fyrstu sýn.

Nytjar

Ræturnar hafa verið borðaðar. Þær eru harðar undir tönn og kallast harðasægjur (sjá einnig lambagras).

Greiningarlykill


Blómskipan
Karfa/kollur
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt