Svínið er spendýr og klaufdýr.
Svínið er klaufdýr eins og kýrin, kindin og geitin. Svínið jórtrar ekki.
Svín hafa framtennur í báðum skoltum og vígtennur. Vígtennurnar eru rótopnar, þ.e. þær vaxa alla ævi. Vígtennurnar í fullorðnum gelti geta orðið hættulega stórar og beittar, þess vegna eru þær oftast klipptar úr grísunum þegar þeir eru litlir.
Hárið á svíninu er grófgert og nefnist burst. Burstin á hvítum svínum er hvít á litinn. Húðin er aftur á móti bleik af því að blóðið litar hana. Hárin á skrokknum eru gisin og bleiki liturinn skín í gegn. Þess vegna sýnast hvítu svínin oft frekar bleik en hvít. Einnig eru líka til flekkótt svín.
Svín eru höfð í húsum allt árið þar sem þau þola illa kulda. Þeim líður best við stofuhita 18 °C.
Svínum eru oft gefin nöfn svo sem Trítill, Hrappur og Freyja.
Það hefur verið trú manna að svín séu hinir mestu sóðar. Mörg orð og orðatiltæki benda til þess. En svínin eru þrifin og hreinleg, það er að segja ef þrifalegt er í kringum þau. Hins vegar verða svínin og stíurnar þeirra sóðalegar ef illa er búið að þeim.
Fengitími
Allt árið.
Meðgöngutími
Sextán og hálf vika, það eru þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar.
Fjöldi afkvæma
Gyltan getur eignast tíu til tólf grísi í einu goti.
Gylturnar eru mjög frjósamar. Þegar gylta fæðir kallast það að gjóta. Þegar grísirnir fæðast raða þeir sér á spena og halda hver sínum í 4–5 vikur en þá hætta þeir á spena. Ef grísirnir eru fleiri en spenarnir fjórtán hefst barátta. Aðeins þeir sem ná spena lifa.
Nýfæddir grísir þurfa fyrst í stað að liggja undir rauðu hitaljósi við 30 °C hita.
Landnámsmenn fluttu hingað með sér svín sem voru nefnd landsvín en þau voru algeng á Norðurlöndum.
Grísirnir raða sér á spenana nýfæddir og halda síðan hver sínum spena.
Svín njóta þess að éta, sofa og leika sér.Ef hlýtt er í veðri fá svínin að vera úti. Þá róta þau upp moldinni í leit að einhverju ætilegu.
Svín eru alætur. Á svínabúum fá þau kjarnfóður og Af svínum fáum við kjöt sem er unnið á margvíslegan hátt. Hver þekkir ekki skinku, beikon, pylsur og hamborgarahrygg til hátíðabrigða.
Úr svínahári eru búnir til hárburstar, penslar og kústar.
Skinnið er notað í leðurgerð, til dæmis í flíkur, seðlaveski og töskur.
Svínaskítur er borinn á túnin.
Kasta perlum fyrir svín:
Veita þeim verðmæta hluti sem ekki kunna að meta þá.
Svína: Aka ógætilega.
Svína eitthvað út: Óhreinka.
Svínabóndi: Bóndi sem ræktar svín.
Svínabú: Bú þar sem svín eru alin.
Svínastía: Stía eða kró fyrir svín.
Svínheppinn: Þrælheppinn.