Kötturinn er húsdýr, spendýr og rándýr.
Kettir sjá mjög vel í myrkri og augun lýsa eins og glitaugu á reiðhjóli.
Kettir hafa næmt lyktarskyn. Þeir finna lykt af öðrum köttum og merkja sér svæði með þvagi.
Á trýni katta eru löng veiðihár. Með þeim geta þeir þreifað fyrir sér í myrkri. Í munninum eru fjórar vígtennur, fyrir aftan þær eru jaxlar sem kettir nota til að bíta bráðina í sundur. Tungan er hrufótt eins og fínn sandpappír.
Kettir fara úr hárum á vorin og nýtt hár vex í staðinn fyrir veturinn.Kettir eru liðugir og geta klifrað upp í hæstu tré.
Nöfn katta tengjast oft lit þeirra svo sem Branda, Mjallhvít, Gulur og Grámann en önnur algeng nöfn eru til dæmis Klói, Keli og Blíða
Jólakötturinn
Heima hjá Grýlu og Leppalúða býr jólakötturinn. Í gamla daga var sagt að ef börnin fengju ekki nýja flík á jólunum, þá færu þau í jólaköttinn. |
Jólakottur
|
Sá siður tíðkaðist einkum á Akureyri ,,að slá köttinn úr tunnunni. Þessi siður hefur breiðst út og er orðin vinsæl iðja víða um land á öskudag.Þennan dag klæðast börn alls konar búningum. Þau mynda einfalda röð og slá í tunnu. Oftast er tuskudýr og sælgæti í tunnunni. Sá sem nær að slá gjarðirnar utan af tunnunni er krýndur tunnukóngur. |
Öskudagur
|
Fengitími
Allt árið.
Meðgöngutími
Læðan gengur með kettlingana í um það bil níu vikur, það er að segja um 63 daga.
Fjöldi afkvæma
Læður geta gotið 3-9 kettlingum í hverju goti.
Fyrstu tíu dagana eru þeir blindir.
Kettlingarnir sjúga mjólkina í gegnum spenana sem eru á kviði læðunnar.
Íslenska kattarkynið hefur fylgt okkur allt frá landnámi. Síðastliðna áratugi hafa fleiri tegundir verið fluttar inn svo sem Síamskettir, angórukettir, persneskir kettir og skógarkettir. |
Angora
|
Köttum finnst gaman að leika sér með því að elta bandhnykil.
Þegar þeim líður vel hringa þeir sig, þvo sér með tungunni, mala og sofa.
Köttum finnst gott að láta strjúka sér á kviðnum.
Þegar kettir eru í veiðiham, leggjast þeir á kviðinn og skríða áfram. Síðan stökkva þeir á bráðina og grípa hana með klónum.
Kettir hafa gaman af að kljást svolítið.
Í sveitinni sjá kettir um að veiða mýs í útihúsum en í þéttbýli eru þeir vinsælir sem gæludýr.
Til þess að kettir haldi sérkennum sínum eru þeir hreinræktaðir og hefur fólk atvinnu af því að rækta og selja þá.
Kattarauga: Glitauga á ökutæki, endurskinsmerki.
Kattartunga: Planta af græðisúruætt.
Kattartunga: Súkkulaðibiti með sérstöku lagi..
Þegar kötturinn er úti leika mýsnar inni (þá er enginn sem ógnar þeim).
Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað (kettir sækja þanga?? sem þeim er sýnd gæska – það gera menn líka).