Hvers vegna verða eldgos?

Eldgos verða þegar bráðin bergkvika og gas kemur upp á yfirborð jarðar. Þetta á sér sínar orsakir í innri byggingu jarðar og hvernig hitaorka sem sífellt myndast neðanjarðar brýst út meðal annars með eldgosum.

Eldgos eru hamfarir sem allir Íslendingar ættu að kynnast. Óvíða á jörðinni eru eldgos jafn tíð og fjölbreytt og á Íslandi. Á þessum vef eru dæmi tekin af eldgosum á Íslandi með ljósmyndum og skýringarmyndum.