Á þessari teiknimynd, sem er sniðmynd af Eyjafjallajökli er horft á eldfjallið úr norðri. Þar kemur innri bygging fjallsins í ljós eins og jarðvísindamenn hafa gert sér hana í hugarlund, aðallega út frá jarðskjálftum og jarðskorpuhreyfingum.
Hraunkvikan kemur upp eftir rás og getur hún tekið hliðarspor á milli jarðlaga og kvíslast. Oftast kemur gosið upp um hátind fjallsins en stundum úr sprungum utan í hlíðum þess. Einnig þenst fjallið út. Þegar gos byrjar sést oftast samfelldur gosórói á jarðskjálftamælum (mynd af jarðskjálftamæli).