Hrafnaklukka
Cardamine nymanii
Lýsing
Blöðin eru fjöðruð en nokkur munur er á stofn- og stöngulblöðum. Smáblöð stofnblaða eru kringlu- eða egglaga en smáblöð stöngulblaða aflöng eða striklaga. Stöngullinn er holur og lítt eða ekkert greindur.Blóm eru í stuttum klasa efst á stöngli. Krónublöðin eru ýmist ljósblá, fjólublá eða hvít, þrisvar sinnum lengri en bikarblöðin.
Nytjar
Sagt er að te af fjólubláum plöntum sé gott við svefnleysi en af hvítum vilji menn vaka lengi. Auk þess var hún álitin magastyrkjandi, uppleysandi, ormdrepandi og auka þvag og tíðir. Ekki er ráðlegt að ófrískar konur noti jurtina.Greiningarlykill
                  Blómskipan
                      
 
                      
				
                Klasi/ax
                  
 Blómkróna				
		              
		              
		
              4 krónublöð
               	
 Blómlitur			  
		              
		               
			
		     Hvítur
               
			  Blaðskipan
		                
		                
	
		    Stakstæð
             	
		 Blaðlögun			
		                
		               
		  
		  Skipt/Samsett blöð
           
		   	 Blaðstrengir
		                
		                
   
 Fjaðurstrengjótt	
             
