Maríuvöndur
Gentianella campestris
Lýsing
Blöð eru egglensulaga til egglaga, heilrend og hárlaus. Plantan er tvíær. Neðst á stöngli sjást oft visin blöð frá fyrra ári, þá koma stofnblöð, spaðalaga og bogstýfð, síðan miðstöngulblöð, spaðalaga eða aflöng og snubbótt, og efstu blöðin langegglaga og ydd.Blóm eru pípulaga. Innan á krónublöðum eru smáar hreisturflögur, sem nefnast hjákróna. Plantan er jafnan öll blámenguð.
Nytjar
Alhliða lækningajurt fyrrum við hjartveiki, matarólyst, vindgangi og uppþembingi , ormum, blóðlátum, sinateygjum, köldu og gigt.Greiningarlykill
Blómskipan

Annað
Blómkróna

4 krónublöð
Blómlitur

Blár
Blaðskipan

Gagnstæð
Blaðlögun

Venjuleg heil
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt