BLAÐLÖGUN

Lögun blöðkunnar er með ýmsu móti. Unnt er að skipta laufblöðum í um tuttugu ólíka hópa eftir lögun. Blaðkan er oft heil en getur líka verið með misjafnlega djúpum skerðingum. Á mörgum plöntum skiptist blaðkan í marga hluta sem líta út sem sjálfstæð blöð; slík blöð eru samsett.

Til einföldunar er blöðunum aðeins skipt í fimm flokka á þessum vef. Þeir eru: Venjuleg heil blöð, mjó blöð, skipt eða samsett blöð, sepótt eða flipótt blöð og síðan öll önnur.