BLAÐSKIPAN

Laufblöðin sitja misjafnlega á stönglum plantnanna. Sum eru gagnstæð en þá eru tvö blöð hvort á móti öðru við stöngulliðamót.

Sé aðeins eitt blað við hver liðamót eru blöðin stakstæð. Mjög algengt er að þrjú eða fleiri blöð séu við liðamót.

Sitji blöðin neðst á stöngli kallast það stofnhvirfing, topphvirfing ef þau eru efst en blöðin eru sögð kransstæð ef þau eru við hver liðamót upp eftir stönglinum.