Kynheilbrigði
Kynfæraáblástur – herpes
Kynfæraáblástur getur bæði orsakast af kynfæraáblástursveirunni (Herpes II) og varaáblástursveirunni (Herpes I). Herpes er veirusýking sem veldur útbrotum og sárum á kynfærum. Herpes smitast venjulega við samfarir og einkenni koma oftast fram nokkrum dögum eftir smit en margir eru einkennalausir. Litlir blettir myndast sem verða að vökvafylltum blöðrum. Þessu fylgir sviði, kláði, verkir og stundum hiti.

Veiran sem veldur herpes er náskyld veirunni sem veldur frunsum og því getur áblástursveiran smitast frá vörum til kynfæra við munnmök. Enn er engin lækning til við herpes en til eru lyf til að halda einkennum í skefjum.

Nánar