Kynheilbrigði
Kynfæravörtur
Kynfæravörtur eru veirusýking sem smitast við samfarir. Sýking lýsir sér í ljósbleikum eða húðlitum vörtum á kynfærum og við endaþarmsop. Algengt er að vörturnar birtist ekki fyrr en einum eða þremur mánuðum eftir smit en þó geta liðið allt að 12 mánuðir.

Ýmsar tegundir eru af þessum vörtum og geta sumar þeirra leitt til krabbameins í leghálsi. Hægt er að meðhöndla vörturnar með lyfjum sem borin eru á þær eða með því að brenna þær af.

Nánar