Kynheilbrigði
Sárasótt
Sárasótt sem orsakast af bakteríu var algengur kynsjúkdómur en er nú orðinn sjaldgæfur. Smit verður oftast við samfarir en getur ennig orðið við snertingu annarra slímhúða líkamans. Einkennin eru lítil sár sem geta myndast inni í leggöngum, við endaþarm eða inni í þvagrás einni til sex vikum eftir smit. Sárin hverfa af sjálfu sér eftir nokkrar vikur en koma á ný og þá sem útbrot á húð.

Ýmis fleiri einkenni geta gert vart við sig. Sjúkdómurinn er meðhöndlaður með sýklalyfjum og hægt að lækna ef hann greinist nógu snemma.

Nánar