Kynheilbrigði
HIV – alnæmi
Alnæmi orsakast af veiru sem nefnist HIV. Veiran ræðst á hvítu blóðkornin sem eru mikilvægur hluti ónæmiskerfisins. Því veikist ónæmiskerfið og þá á líkaminn erfiðara með að bregðast við sýkingum sem annars væru skaðlitlar eða skaðlausar. HIV smitast aðallega við samfarir og blóðblöndun.

HIV-jákvæður einstaklingur getur verið einkennalaus í mörg ár eftir að hann fær í sig HIV-veiruna. Flensulík einkenni geta komið fram fljótlega eftir smit svo sem eitlastækkanir og hiti. Alvarlegasta stig sjúkdómsins er alnæmi.

Engin lækning er til við alnæmi en til eru lyf sem geta haldið sjúkdómnum í skefjum. Þeir sem eru smitaðir af HIV eru alltaf með veiruna í líkamanum og geta smitað aðra það sem eftir er ævinnar.

Nánar