Kynheilbrigði
Flatlús
Flatlús er snýkjudýr sem er 2–3 mm að stærð og gulgrá að lit. Hún festir sig aðallega við hárin á kynfærum. Lúsin verpir eggjum sem nefnast nit og fjölgar sér þannig. Hún sýgur blóð og veldur það kláða.

Flatlús getur smitast við samfarir en einnig með náinni snertingu, með nærfötum og í ljósabekkjum.

Til að uppræta flatlús og nit er áburður borinn á alla hærða staði á líkamanum nema í hársvörð. Oft þarf að endurtaka meðferðina eftir viku.

Nánar