Dyngjufjöll

Dyngjufjöll eru mikið fjalllendi sem rís um 800 m upp úr Ódáðahrauni. Það er yfir 20 km í þvermál og næstum hringlaga.

Efst á Dyngjufjöllum eru tvær áberandi hringlaga sigdældir sem kallast öskjur á jarðfræðimáli. Sú stærri er um 10 km í þvermál og sú minni, Öskjuvatn, er um 4 km í þvermál. Á myndinni sjást báðar öskjurnar.

Stærri askjan myndaðist líklega í miklu gosi fyrir um 10 þúsund árum en Öskjuvatn varð til við gos þann 29. mars 1875.

Er það eina skiptið sem menn hafa orðið vitni að slíku eldgosi og er það yngsta askja sem vitað er um í heiminum.