Hvað er jarðskjálfti?

Jarðskorpan skiptist upp í fjölmarga fleka, bæði stóra og litla, sem eru á sífelldri hreyfingu um jarðkúluna. Við þessa hreyfingu byggist upp spenna við flekamörkin. Þessi spenna losnar úr læðingi þegar bergið þolir ekki meira og það verður jarðskjálfti. Við finnum fyrir jarðskjálftanum þegar jarðskjálftabylgjur frá upptökunum ná til okkar.

Jarðskjálfti verður nær alltaf þegar jarðskorpan hrekkur til á gömlum brotflötum, þ.e.a.s. á flötum sem áður hafa hnikast til í jarðskjálfta og skilið eftir veikleika í berginu. Þeir geta verið svo litlir að aðeins skjálftamælar eiga möguleika á að skynja þá og þeir geta verið svo stórir að þeir leggja heilu borgirnar í rúst.

Jarðskjálfti getur verið þrenns konar:

Auk þess eru mýmargir skjálftar blöndur af fyrrgreindum misgengjuum.

Jarðfræðivefurinn
© 2009, 2012, 2013
Námsgagnastofnun
Um vefinn
Jarðskjálftakort af Íslandi
Skoðaðu upptök jarðskjálfta
á Íslandi 1994-2012.
Flekamörk í öðru ljósi
Kexið útskýrir allt!