Stærstu jarðskjálftar á Íslandi

(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)
Jarðfræðivefurinn
© 2009, 2012, 2013
Námsgagnastofnun
Um vefinn
Jarðskjálftakort af Íslandi
Skoðaðu upptök jarðskjálfta
á Íslandi 1994-2012.
Flekamörk í öðru ljósi
Kexið útskýrir allt!

1784

Miklir jarðskjálftar urðu 14. og 16. ágúst. Upptök fyrri skjálftans voru nálægt Laugalandi í Holtum en þess seinni í Flóa, suðaustan við Selfoss. Þrír fórust og mikið tjón varð á húsum og eignum.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)

2000

Árið 2000 urðu tveir harðir skjálftar á Suðurlandi. Sá fyrri varð 17. júní og átti upptök norður af Laugalandi í Holtum. Talsverðar skemmdir urðu á húsum en engin alvarleg slys á fólki, enda margi úti að halda upp á þjóðhátíðardaginn.

1896

Hrina jarðskjálfta varð á Suðurlandi, fyrst 26. og 27. ágúst í Holtum og Landssveit, síðan 5. september í Flóa og á Skeiðum, 6. september með upptök í Ölfusi og 10. september í Grímsnesi. Mikið tjón varð á byggingum, mest í Holtum, Landssveit og Flóa.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)

1912

Þann 6. maí varð harður jarðskjálfti sem átti upptök nálægt bænum Selsundi efst á Rangárvöllum. Nærri 30 bæir eyðilögðust og ungabarn lét lífið.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)

2000

Árið 2000 urðu tveir harðir skjálftar á Suðurlandi. Sá seinni reið yfir skömmu eftir miðnætti þann 21. júní. Hann átti upptök sín í sunnanverður Hestfjalli í Flóa og olli nokkrum skemmdum á mannvirkjum. Engin alvarleg slys urðu á mönnum.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)

2008

29. maí varð mikill jarðskjálfti sem átti upptök í Ölfusi, á milli Hveragerðis og Selfoss. Verulegt tjón varð á húsum og innbúi næst upptökunum en skemmdir á húsum þó minni en vænta mátti.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)

1934

2. júní varð harður jarðskjálfti sem átti upptök á sjávarbotni í Eyjafirði, skammt austur af Dalvík. Miklar skemmdir urðu á byggingum á Dalvík og nágrenni.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)

1963

Nærri miðnætti 27. mars varð öflugur jarðskjálfti á hafsbotni, um 70 km norður af Sauðárkróki. Ekki urðu miklar skemmdir á húsum.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)

1976

Þann 13. janúar varð kröftugur jarðskjálfti úti fyrir Kópaskeri. Skjálftinn fylgdi hrinu skjálfta sem tengdust eldsumbrotum í Kröflu. Umtalsverðar skemmdir urðu á mannvirkjum.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)