Manngerðir skjálftar

Skjálftar af mannavöldum geta verið af ýmsum toga. Sprengingar við vega- eða jarðgangnagerð, jarðboranir og stíflun árfarvega geta allar valdið jarðskjálftum. Þessir skjálftar kallast örvaðir skjálftar. Þeir eru oftast mjög litlir og áhrif þeirra staðbundin.

Niðurdæling á vatni við jarðhitavirkjanir og á olíuvinnslusvæðum geta einnig leyst úr læðingi jarðskjálfta. Það eru svokallaðir gikkskjálftar. Gikkskjálftar eru skjálftar sem verða á stöðum þar sem spennan byggist upp í berginu en utanaðkomandi þættir verða til þess að hún losnar og jarðskjálfti verður til. Jarðskjálftarnir hefðu því komið á þessum stað fyrr eða síðar.

Sem dæmi má nefna jarðskjálftana á Hellisheiði haustið 2011. Nokkrir skjálftar voru yfir 3,0 að stærð og fundust vel í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu.

Jarðfræðivefurinn
© 2009, 2012, 2013
Námsgagnastofnun
Um vefinn
Jarðskjálftakort af Íslandi
Skoðaðu upptök jarðskjálfta
á Íslandi 1994-2012.
Flekamörk í öðru ljósi
Kexið útskýrir allt!