1960
22. maí varð mesti jarðskjálfti 20. aldar úti fyrir strönd Chile. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum í borgunum Concepción og Valparaiso og mikil flóðbylgja fór um sunnanvert Kyrrahaf. Alls fórust nærri 6000 manns í þessum hamförum að talið er.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)
1964
27. mars reið gífurlegur jarðskjálfti yfir sunnanvert Alaska. Honum fylgdi mikil flóðbylgja. Mestu skemmdirnar urðu í borginni Anchorage. Rúmlega 100 manns fórust.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)
2004
Á öðrum degi jóla varð mikill jarðskjálfti úti fyrir strönd Súmötru í Indónesíu. Mikil flóðbylgja barst um Indlandshaf og olli mikilli eyðileggingu á smáeyjum og við strendur Indónesíu, Taílands og Sri Lanka. Talið er að nærri 300.000 manns hafi látið lífið.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)
2011
Þann 11. mars varð mikill jarðskjálfti úti fyrir stöndum Honshu-eyjar í Japan. Gífurleg flóðbylgja barst um Kyrrahaf og var hún um tveggja metra há í Chile. Mesta tjónið var á austurströnd Japans þar sem flóðbylgjan náði um 10 metra hæð. Alls er talið að um 27.000 manns hafi farist í hamförunum.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)
1952
Þann 4. nóvember varð gríðarmikill jarðskjálfti við austurströnd Kamtjaktaskaga. Flóðbylgja barst um norðanvert Kyrrahaf, mikið tjón varð á mannvirkjum á skaganum en enginn fórst.
(Heimild: Náttúruvá á Íslandi)