Stærð og áhrif jarðskjálfta

Richter-kvarinn
Charles Francis Richter var fyrstur til þess að búa til kvarða sem gæfi til kynna mismunandi stærð skjálfta. Þessi kvarði átti þá að gefa til kynna hversu mikil orka losnaði í jarðskjálftanum. Þessi kvarði er í daglegu tali kallaður Richter-kvarðinn.

Síðan þá hefur tækninni fleygt fram og eru nú til a.m.k. þrjár aðrar aðferðir til þess að meta stærð skjálfta. Þær eru allar áreiðanlegri en aðferð Richters en eru þó stilltar af þannig að þær gefi svipuð gildi og upprunalegi Richter-kvarðinn. Oft sjáum við mismunandi stærðir fyrir skjálfta eftir því hvaða aðferð var beitt til þess að reikna hana út. Vísindamenn láta þá fylgja með hvaða aðferð þeir notuðu. Sumum þessara aðferða er auðveldara að beita í mikilli fjarlægð frá jarðskjálftanum. Þess vegna getur stundum verið betra að reikna stærð skjálfta á Íslandi í útlöndum! Á milli hvers gildis á stærðarkvarðanum fyrir jarðskjálfta er u.þ.b. þrítugfaldur munur á orkunni sem losnar. Ef stærðarmunurinn er tveir, t.d. milli stærðar 7,0 og 9,0, losnar um það bil 30*30=1000 sinnum meiri orka!

Mercalli-kvarðinn
Áhrif jarðskjálfta eru mæld með Mercalli-kvarðanum. Hann er metinn út frá viðbrögðum fólks og skemmdum á mannvirkjum. Hann nær frá 1 upp í 12, þar sem 1 þýðir að skjálftinn fannst ekki og 12 algjör eyðilegging.

Jarðfræðivefurinn
© 2009, 2012, 2013
Námsgagnastofnun
Um vefinn
Jarðskjálftakort af Íslandi
Skoðaðu upptök jarðskjálfta
á Íslandi 1994-2012.
Flekamörk í öðru ljósi
Kexið útskýrir allt!