KJARR OG SKÓGLENDI - MEIRA

Í grófum dráttum má skipta þessu búsvæði í eftirfarandi flokka:

Birkiskógar

Birkiskógar þekja nú um 1200 km2 lands að kjarrlendi meðtöldu. Við landnám er talið, að skóglendi hafi alls verið um 30‘000 km2. Birki er eina íslenska trjátegundin sem myndar náttúrlega skóga. Hæstu birkitré verða rúmir 10 metrar á hæð og á ýmsum stöðum eru 5-–10 metra háir skógar. Eyðing skóga á að verulegu leyti rót sína að rekja til ágengni manna og búfjár. Árlega er talsverðu plantað af birki á mörgum stöðum á landinu.

Kjarrlendi

Kjarrlendi kallast það, ef trjátegundir eru að stærstum hluta innan við tveir metrar á hæð og oft mjög kræklótt og margstofna. Birki myndar víðáttumikið kjarr, og álíta margir, að kjarrlendið sé leifar af fornum birkiskógum, og er það án efa rétt. Á hinn bóginn verður birki sem vex á útkjálkum vart miklu hærra. Aðrar trékenndar tegundir, eins og gulvíðir og loðvíðir, mynda sums staðar kjarr einnig. Botngróðri í kjarr- og skóglendi svipar oft til gróskumikils valllendis eða mólendis.

Nýskógar

Nýskógar vaxa nú upp víða um land. Mörgum erlendum barrviðartegundum, greni, lerki og furu, hefur verið plantað hér á landi hin sí??ari ár.