Markmið+
Markmið verkefnisins er að nemandi geti útskýrt hvernig bauganet jarðar hjálpar til við að ákvarða staðsetningu.
Nemendur læra að finna út nákvæma landfræðilega staðsetningu í bauganeti jarðar með hjálp Google Earth. Nemendur læra að merkja staði sem þeir vilja finna aftur með því að merkja þá sem sína staði (add placemark).
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
-
Til að kveikja á bauganeti Jarðar ferðu í View og hakar þar í Grid.
-
Til að merkja staði og safna í möppu sem gæti heitið Mínir staðir notar þú teiknibóluna á valstikunni.
-
Þannig safnar þú saman þeim stöðum sem þú vilt safna á kortið þitt á valstikunni sem kallast places.
- Þú getur hannað þitt eigið útlit á táknunum til að merkja þína staði og skrifað stutta lýsingu í valstikunni View Placemarks.