Markmið+
Í þessu verkefni er markmiðið að nemandur læri að nýta sér mismunandi þekjur og kynnist eiginleikum þeirra.
Hér er rifjað upp hvernig á að kveikja og slökkva á þekjunum. Einnig er rifjað upp hvernig skiptingin er milli yfirþekju og undirþekju.
Þannig geta nemendur valið þá þekju sem hentar hverju sinni.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
-
Hér rifjar þú upp hvernig á að kveikja og slökkva á upplýsingaþekjum sem eru á borðanum vinstra megin á síðunni og kallast á ensku Layers.
- Þú þarft að kveikja á undirþekjum Primary database -> More -> Transportation.
- Þá birtast merki sem sýna hvar lestarstöðvar eða neðanjarðarlestarstöðvar eru. Táknin eru mismunandi eftir því í hvaða landi þú er.
- Upplýsingar um það hvaða lest stoppar á hverjum stað færðu með því að ýta á táknið fyrir stöðina.