Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að nemandi átti sig á ástæðum þess að dagsbirta er breytileg á Íslandi eftir árstíðum.
Útskýrt er hvaða áhrif möndulhalli Jarðar hefur og orsakar árstíðir á jörðinni.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
-
Efst á verkfærastikunni er hnappur sem kveikir á sólinni þannig að þú sérð hvernig geilsar sólar falla á Jörðina. Með því að snúa jörðinni sérðu mun á degi og nóttu á ólíkum stöðum. Næsti hnappur við hliðina á sólinni sýnir stjörnuhimininn, tunglið, Jörðina og Mars.
- Sólskugginn fellur ekki beint á Jörðina norður til suðurs heldur er skugginn á ská en það er vegna möndulhallans sem er rúmlega 23,5°.
-
Þú getur líka breytt dagsetningum með því að skoða stikuna sem birtist efst á skjánum en þar getur þú með skiptilyklinum breytt dagsetningu og sett inn sumarmánuð eða vetrarmánuð. Dagsetningin er sett inn miðað við Bandaríkin, mánuðurinn fyrst, svo dagurinn, svo árið og síðast tíminn.
- Ef þú breytir dagsetningum sérðu að skuggar sólar breytast en þá ertu að sjá áhrif árstíðanna á það hvernig birtan dreifist um Jörðina.