Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að nemandur læri að hlaða niður upplýsingaþekju og geti nýtt sér þær upplýsingar sem þær gefa.
Hér er útskýrt hver eru tengslin á milli lengdarbauga Jarðar og tímabelta og nemendur læra að tímabeltin eru ekki bundin náttúrulögmálum heldur gerð til að þjóna mönnum.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Hér lærir nemandinn að hlaða niður upplýsingaþekjum sem eru í boði á Google Earth.
- Þú hleður niður nýrri þekju http://tinyurl.com/timabeltin sem sýnir tímabelti Jarðar. Þú hleður henni niður og virkjar á vinstri síðunni undir Mínir staðir (My places).
-
Smelltu á þekjuna Tímabelti Jarðar og þá sérðu hvernig þeim er raðað eftir lengdarbaugum en tímabeltin eru þó eru ekki alltaf beinar línur og ræður því t.d. lega landa. Greenwich Mean Time eða GMT er miðlína.
- Hér getur þú séð hvað klukkan er á hinum ýmsu stöðum í heiminum með því að smella á tímabeltin.