Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að nemandi geti mælt vegalengdir milli staða með því að nota Get direction.
Þar býður forritið upp á að sjá hversu löng leið er milli staða með því að ferðast um með bíl, lest, hjóli eða gangandi.
Einnig er hægt að sjá hversu langan tíma ferðalagið tekur. Nemendur þjálfast í kortalæsi.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
-
Til að mæla vegalengdir milli staða eftir akstursleiðum getur þú farið í valstikuna efst til vinstri og þar stendur Get directions. Þetta er líka hægt að gera í Google maps sem er hnappur sem þú getur valið efst á valstikunni.
- Þú setur inn heiti þeirra staða sem þig langar til að ferðast á milli, stað A til staðar B.
- Forritið gefur þér upplýsingar um það hversu lengi þú ert að fara á milli þessara staða keyrandi, með lest, á hjóli eða gangandi.
- Einnig birtast upplýsingar um það hversu margir kílómetrar eru á milli stað A og B eftir því hvernig þú velur að ferðast.