Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að kenna nemendum að skoða landslag og lýsa því með því að ferðast um í Google Earth. Í þessu verkefni er unnið með hugtakið vatnasvið og skoðað af hverju hugtakið ber slíkt nafn.
Þeir skoða hvaða áhrif landslag hefur á farveg fljóta sem og hvernig vatnsföll hafa áhrif á landslag. Það gera þau með því að fylgt árfarvegi frá uppsprettum til ósa.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Þú velur þér vatnsfall í leitarglugganum á Google Earth og leitar upptaka þessa vatnsfalls með því að fylgja ánni eins langt og þú getur.
- Fylgdu ánni eftir frá upptökum allt til ósa. Nýttu þér alla þá kosti sem Google Earth býður upp á til að fara niður að ánni og skoða t.d. árfarveginn, fossa, brýr eða annað sem þú rekst á í ferð þinni.
- Ef áin skiptir sér í skaltu velja hvaða farvegi þú vilt fylgja.
-
Mældu vegalengd árinnar með því að strika slóða (path).